spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÁlftnesingar kjöldregnir í Umhyggjuhöllinni

Álftnesingar kjöldregnir í Umhyggjuhöllinni

Álfnesingar komu í heimsókn í Umhyggjuhöllina til að taka á móti Stjörnunni. Stjarnan mætti eftir tap gegn Þór frá Þorlákshöfn og þurfti sigur til að halda í við Stólana í baráttunni um efsta sætið í deildinni. Álftanes náði í frábæran sigur einmitt á móti Tindastól og vildi bæta ofan á það til að missa ekki Val of langt frá sér. Álftanes mættu til leiks án Harðar, Justin James og Dino Stipcic.

Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og komust í 9-2 sem gestirnir náðu niður snemma og eftir það var það fram og til baka þaðan af í fyrsta leikhluta en mikil ákefð í vörn Stjörnumanna gerði það að verkum að einhvern vegin voru þeir alltaf skrefi á undan en ekki meira en það og staðan eftir 1.leikhluta 24-19. 

Í 2. leikhluta settu Stjörnumenn í næsta gír og settu stöðuna strax í 33 – 21 eða 9 – 2 áhlaup eins og þeir byrjuðu leikinn. Febres og Júlíus Orri hittu vel og juku forskotið enn meira sem gerði það síðan að verkum að Kjartan Atli ákvað að prufa svæðis vörn sem virkað misvel en Stjarnan hélt bara áfram að pressa með háu orkustigi sem skilaði sér oft með auðveldum körfum hinu megin eða mistökum hjá Álftanesi. Staðan í hálfleik var því 57 – 39

Seinni hálfleikur fór hægt af stað, bæði lið skipust á körfum en hægt og rólega tóku heimamenn völdin. Héldu áfram að spila vörn allan völlinn á meðan þeir gátu bara rölt upp völlinn og fengið nánast það sem þeir vildu hverju sinni. Febres hélt áfram að draga vagninn sóknarlega fyrir stjörnumenn en margir komu með sitt að borðinu en hinu megin reyndu Haukur Helgi og Okeke að búa eitthvað til úr engu fyrir Álftnesinga en það var mjög erfitt og staðan eftir 3. leikhluta 91- 60 

4. Og síðasti leikhluti var tíðindalítill nema nokkrir minni spámenn fengu að spreyta sig hjá báðum liðum. Endaði leikurinn með 40 stiga sigri Stjörnumanna. 116 – 75  

Stjarnan skóp þennan sigur með hraða sínum og krafti. Álftnesingum fannst ekkert gaman að vera með Hilmar og Ægi í andlitinu á sér allan völlinn allan tímann en á sama tíma gátu Stjörnumenn hlaupið í allar sínar sóknar aðgerðir með lítilli mótstöðu. 

David Okeke leiddi stigaskorun hjá Álftanesi með 18 stig. Hjá Stjörnunni var það Jase Febres sem skilaði 25 stigum og Hilmar Smári Henningsson með 19 stig. Ægir Þór Steinarsson stýrði leiknum eins og Herforingi og smalaði í 14 stoðsendingar. 

Eftir þennan leik þá jafna Stjörnumenn Tindastól á toppnum og mæta Keflavík í næsta leik þar sem kapphlaupið um toppsætið heldur áfram. Álftnesingar sitja einir í 6 sæti og búnir að missa Valsara frá sér og Grindavík mögulega líka. Álftanes mætir Þór í næstu umferð og er það mikilvægur leikur upp á hreinlega sæti í úrslitakeppni.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -