Nýliðar Subway deildarinnar í Álftanesi mættu fyrstu deildar liði KR á dögunum í æfingaleik.
Fór svo að lokum að heimamenn í Álftanesi höfðu nokkuð öruggan sigur, 85-60, en stigahæstir fyrir þá í leiknum voru Dabiel Love með 17 stig, Douglas Wilson með 16 og Haukur Helgi Pálsson 15 stig. Þá bættu Dino Stipcic við 10 stigum, Cedrick Bowen 10 og Dúi Þór Jónsson 9 stigum. Fyrir KR var það Troy Cracknell sem dró vagninn með 17 stigum, Gunnar Ingi Harðarson og Adama Darboe með 9 stig hvor og Oddur Rúnar Kristjánsson var með 8 stig.
Ert þú með fréttir af æfingaleik? Endilega sendið tölfræðiskýrslu eða myndir á [email protected].