Það er mikið að gera á skrifstofu Ármanns þessa dagana ef marka má fregnir af leikmannamálum meistaraflokkana síðustu misseri. Í dag tilkynnti liðið að Alfonso Birgir Gomez hefði samið um að leika áfram með félaginu.
Alfonso kom frá Hamri í upphafi síðasta tímabils en hann lék tvö tímabil þar á undan með félaginu við góðan orðstýr. Í tilkynningu Ármanns segir að hann hafi verið mikilvægur hlekkur í liði síðasta tímabils. Ármann endaði í 10 sæti í 1. deild karla og misstu af úrslitakeppni á innbyrgðis viðureignum. Í sumar hefur liðið samið við þá Adama Darboe og Arnald Grímsson að leika með liðinu og er ljóst að liðið ætlar sér að gera betur á komandi leiktíð.
Tilkynningu Ármenninga má finna hér að neðan:
Á dögunum skrifaði Alfonso Birgir Söruson Gomez undir samning um að leika áfram með meistaraflokki karla á komandi leiktíð.
Alfonso kom til félagsins í byrjum síðasta tímabils og var gríðarlega mikilvægur liðinu eftir að hann kom. Fonsi eins og hann er kallaður er alinn upp hjá KR en hefur einnig leikið með ÍR og Hamri. Hann var í stóru hlutverki í liði Hamars sem vann 1. deildina fyrir tveimur árum.
Á síðasta tímabili var hann með 7 stig og 4 fráköst og var valinn mikilvægasti leikmaður liðsins á lokahófi liðsins fyrir nokkrum misserum. Samningur Fonsa er til eins árs en hann mun einnig þjálfa yngri flokka félagsins.
Við erum mjög ánægð að Alfonso hafi ákveðið að leika áfram með félaginu en hann er mikilvægt púsl í liðinu sem ætlar sér að gera betur en á síðustu leiktíð.
Fleiri fregnir af leikmannamálum eru væntanlegar á næstu dögum.
Áfram Ármann 🤍💙🏀