spot_img

Alex Rafn til Hauka

Haukar hafa samið við Alex Rafn Guðlaugsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla. Alex kemur til liðsins frá Breiðablik, þar sem hann hefur verið síðastliðin tvö tímabil, en þar áður var hann hjá Haukum. Á síðasta tímabili skilaði hann 3 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Hauka og Alex Rafn Guðlaugsson hafa komist að samkomulagi um að Alex spili með Haukum á næstu leiktíð í 1. deildinni.


Alex snýr aftur til Hauka frá Breiðabliki þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö tímabil. Á síðustu leiktíð skilaði Alex 2.5 stigum, tæplega tveimur fráköstum og einni stoðsendingu í því hlutverki sem hann fékk hjá Blikum.
Við fögnum því að Alex sé snúinn aftur í fjörðinn og hlökkum til að sjá hann í Ólafssal á ný.


Áfram Haukar

Fréttir
- Auglýsing -