Keflavík tók á móti Fjölni í Geysisbikarnum í kvöld. Liðin eru bæði í fyrsta sæti, Keflavík í úrvalsdeild en Fjölnir í 1. deild. Augljós stigsmunur þar á og því ljóst að leikurinn yrði Fjölni erfiður.
Keflavíkurstúlkur byrjuðu leikinn strax á pressuvörn og gerðu Fjölnisstúlkum mjög erfitt fyrir í sókninni. Fyrsta karfa gestanna kom ekki fyrr en eftir tæpar 5 mínútur og 11 stig frá heimastúlkum. Keflavík gaf aðeins eftir í vörninni eftir því sem leið á leikhlutann en þær gáfu ekkert eftir í sókninni. Staðan eftir fyrsta leikhluta 28 – 12.
Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti. Keflavíkurstúlkur perssuðu og skoruðu á meðan Fjölnisstúlkur áttu fá svör. Vörnin gaf aðeins eftir líkt og í fyrsta leikhluta og Fjölnisstúlkur náðu aðeins að komast inn í þá unnin leik Keflavíkur m.a. með þrem góðum þristum síðustu tvær mínúturnar. Staðan í hálfleik 58 – 26.
Vörnin hjá Keflavík var rólegri í þriðja leikhluta en sóknin hins vegar var til fyrirmyndar. Fjölnir átti sinn besta leikhluta sóknarlega en gekk illa að stoppa Keflvíkinga. Staðan fyrir fjórða leikhluta 90 – 46.
Byrjunarlið:
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir, Erna Hákonardóttir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Brittanny Dinkins og Embla Kristinsdóttir.
Fjölnir: Anna Ingunn Ragnarsdóttir, Fanney Ragnarsdóttir, Berglind Karen Ingvarsdóttir, Fanndís María Sverrisdóttir og Erla Sif Kristinsdóttir.
Þáttaskil:
Eftir fínan fyrsta leikhluta þá innsigluðu Keflvíkingar leikinn í öðrum leikhluta. Leikurinn var aldrei spennandi og Keflavík var með yfirhöndina allan leikinn.
Tölfræðin lýgur ekki:
Keflavík var vel yfir í öllum tölfræðiþáttum.
Hetjan:
Allir leikmenn Keflavíkur spiluðu 10 mínútur eða meira og komust á blað. Bekkurinn hjá Keflavík skoraði fleiri stig en byrjunarliðið og það er erfitt að taka einhvern einn út. Hjá Fjölnisstúlkum sýndu allir leikmenn mikla baráttu og elju.
Kjarninn:
Breidd og gæði Keflavíkur skinu í gegn í þessum leik. Þær gátu leift sér að skipta öllu liðinu út af og vera samt með lið inn á vellinum sem jók forystuna. Fjölnisstúlkur unnu á eftir hálfleik og eiga lof skilið fyrir hugrekki og baráttu allan leikinn. Það er öllum hollt að spila gegn sér betri leikmönnum.
Viðtöl: