Njarðvík og Grindavík munu mætast í VÍS bikarúrslitum kvenna komandi laugardag kl. 13:30 í Smáranum.
Til þess að komast í úrslitaleikinn lagði Njarðvík lið Hamars/Þór og Grindavík vann Þór Akureyri.
Sigursælasta lið allra tíma í bikarnum er lið Keflavíkur með 16 titla, en þar á eftir koma KR með 10 og Haukar hafa unnið 10 bikarmeistaratitla kvenna, en fyrst var leikið um titilinn árið 1975.
Þrátt fyrir nokkra körfuboltahefð hafa hvorki Njarðvík né Grindavík oft hrósað bikarmeistaratitlum í kvennaflokki. Tvisvar hefur Grindavík unnið, 2015 og 2008 og þá hefur Njarðvík unnið í eitt skipti, 2012.
Liðin hafa þó farið í þónokkur skipti í úrslit. Grindavík í 6 og Njarðvík í 5 skipti. Innbyrðis hafa þau þó aldrei mæst í úrslitum. Síðast fór Njarðvík í úrslit árið 2018, þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Keflavík. Grindavík tapaði einnig síðast þegar liðið fór í úrslit 2016 gegn Snæfell.
Hérna er saga bikarúrslita kvenna