spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaAldrei hætta en samt ekki sannfærandi hjá toppliðinu

Aldrei hætta en samt ekki sannfærandi hjá toppliðinu

Topplið 1. deildar heimsótti í kvöld liðið sem sat fyrir leikinn í 4. sæti deildarinnar og voru bæði lið að spila sinn 20. leik í vetur. Haukar voru talsvert sigurstranglegri komandi inn í leikinn í Dalhúsum en heimamenn í Fjölni létu gestina svo sannarlega hafa fyrir því að fara taka með sér stigin tvö.

Haukar voru svolítið mikið að einbeita sér að dómurum leiksins og pirra sig á hlutum sem þeir gátu ekki stjórnað og heimamenn náðu að nýta sér það og halda leiknum spennandi fram að hálfleik. Haukar byrjuðu seinni hálfleik á 16-2 kafla og leikurinn varð aldrei spennandi í seinni háfleiknum og einungis spurning hversu stór sigurinn yrði.

Mesti munurinn á liðunum var sá að ef Haukar klikkuðu á skoti þá voru miklar líkur á því að þeir næðu sóknarfrákasti. Hæðarmunurinn var mikill og gestirnir ofan á það ákveðnari á lausu boltana. Heimamenn voru með yfir 50% skotnýtingu úr þriggja stiga skotum í leiknum og héldu sér þannig eki alltof langt frá gestunum.

Fjölnir endaði leikinn frábærlega en endaspretturinn kom bara of seint, munurinn endaði í sjö stigum. Á sama tíma gáfu gestirnir mikið eftir undir lokin.

Bestir á vellinum:

Jose Medina og Jeremy Smith áttu mjög góðan leik hjá gestunum. Jose var með þrefalda tvennu og Jeremy setti 33 stig á töfluna. Hjá Fjölni átti Ólafur Ingi Styrmisson virkilega fínan leik og Mirza Sarajlija skoraði 28 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -