spot_img
HomeFréttirÁkveðin trú á Íslandi, þó viðurkennt sé að á brattan verði að...

Ákveðin trú á Íslandi, þó viðurkennt sé að á brattan verði að sækja “Íslendingar eru klárir í að verða öskubuskuævintýri undankeppninnar”

Ísland hefur keppni í undankeppni HM 2023 annað kvöld með leik gegn heimamönnum í Hollandi. Fyrir leikinn eru liðin á svipuðum stað á heimslista FIBA, Ísland í 25. sæti Evrópu á meðan að Holland er sæti ofar í því 24.

Af þeim 32 liðum sem hefja keppni nú í vikunni munu að lokum aðeins 12 komast á sjálft lokamót heimsmeistaramótsins.

Hérna má sjá Evrópulista FIBA

Ásamt Hollandi er Ísland í riðli með sterkum þjóðum Rússlands og Ítalíu, sem bæði eru nokkuð ofar á Evrópulistanum, Ítalía í 5. og Rússland 11. sæti, en í fyrri hluta undankeppninnar munu þrjúr lið komast áfram úr riðlinum.

Samkvæmt greiningu FIBA er Ísland talið vera eitt þeirra liða sem á brattan verður að sækja í undankeppninni. Þar greinir sambandið þjóðirnar útfrá tveimur sjónarhornum, glasið hálf fullt og glasið hálf tómt.

Samkvæmt þeim er Ísland með glasið hálf fullt:

“Setjum þetta upp svona. Danmörk var þjóðin sem allir elskuðu í undankeppni EuroBasket 2022, en Ísland sigraði þá auðveldlega í forkeppni að undankeppni heimsmeistaramótsins 2023 í tveimur leikjum og hélt þeim frá undankeppninni. Íslendingar eru klárir í að verða öskubuskuævintýri undankeppninnar”

En glasið hálft tómt:

“Þeir misstu af EuroBasket 2022, unnu tvo og töpuðu fjórum í undankeppni HM 2019 og þurfa nú að slá út Rússland, Ítalíu eða Holland til þess að komast í næstu umferð. Erfitt.”

Hérna má lesa grein FIBA fyrir undankeppnina

Fréttir
- Auglýsing -