spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÁhugalaus sigur á Egilsstöðum

Áhugalaus sigur á Egilsstöðum

Höttur tók á móti Snæfelli í VHE-höllinni í kvöld. Snæfell byrjuðu af krafti og komust í 0-7 strax á fyrstu mínútu og virtust nokkuð öruggir í sínum aðgerðum. Það má segja að Höttur hafi ekki mætt alveg tilbúnir í leikinn. Það tók allavega nokkrar sóknir að stilla miðið. Höttur komst svo yfir í stöðunni 12-11 og litu aldrei við. 

Fyrsti leikhluti var ansi hraður og einkenndist af töpum boltum og þriggja stiga skotum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-15.

Hraðinn í leiknum minnkaði aðeins í öðrum leikhluta og reynslumeira lið Hattar jók forskotið jafnt og þétt.  Dino virtist láta dómarana eitthvað fara í skapið á sér.

Staðan í hálfleik var 53-28

Dino hélt áfram að fá á sig óskynsamar villur og pirra sig á dómurunum. Viðar hélt áfram og spila á 3 útlendingum að jafnaði þrátt fyrir mikið forskot og virtist vera reyna nota leikinn til að slípa mesta haustbraginn af leik sinna manna.

Staðan eftir þrjá leikhluta 81- 46

Í fjórða leikhluta virtust Hattar menn slaka á, sem og yngri leikmenn fengu að spreyta sig, enda sigur ss. ekki i hættu. Snæfellingar gerðu vel í vörn og fóru að tvöfalda á drive’in og uppskera hraðaupphlaup. Snæfellingar unnu leikhlutann 14-27.

Lokatölur 95-73

Það er gaman að sjá David Guardia Ramos virðist vera að styrkja sig og spilar betur og betur.  Sigmar Hákonar kom ekki við sögu í dag, vonandi verður hann klár í næsta leik.

Tölfræði leiksins

Dómarar leiksins 

Aðalsteinn Hrafnkelsson og Guðmundur Ragnar Björnsson. 

Þeir komust ágættlega frá þessum leik.

Kjarninn 

Heilt yfir var leikurinn nú ekki beint spennandi en samt fínasta skemmtun svona á köldu mánudagskvöldi.

Snæfellingar voru duglegir og hættu ekkert að berjast. Það sem háði þeim mest í kvöld voru fráköstin enda tapa þeir frákasta baráttunni 50-31.

Hattar menn virkuðu kærulausir og ekki nógu vel stemmdir í þennan leik. Þeir verða vonandi búnir að taktinn fyrir sunnudag.

Næstu leikir liðanna eru í Geysis bikarnum þar sem bæði lið eiga heimaleik gegn úrvalsdeildarliðum. Höttur fær Njarðvíkinga í heimsókn 3. nóvember og Snæfell fær lið Þórs frá Akureyri til sín 4. nóvember

Umfjöllun: Pétur Guðmundsson

Fréttir
- Auglýsing -