spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÁhorfendur aftur leyfðir á leikjum á Íslandi

Áhorfendur aftur leyfðir á leikjum á Íslandi

Að höfðu samráði við yfirvöld hefur verið ákveðið að leyfa áhorfendur aftur í samræmi við gildandi tilmæli og reglur um framkvæmd æfinga og keppni aðildarfélaga KKÍ vegna COVID-19. Reglurnar má finna hér. Frekari útfærslur varðandi áhorfendafjölda munu koma fram í leiðbeiningum frá ÍSÍ, sem gefnar verða út síðar í dag, en reglur KKÍ eru byggðar á leiðbeiningum frá ÍSÍ.
 
Búast má við því að í leiðbeiningum ÍSÍ skuli börn fædd 2005 og síðar talin með í áhorfendafjölda og að sérsamband (KKÍ) fái til staðfestingar frá félögum sínum áætlaðan fjölda í hverju hólfi / hverju áhorfendasvæði og að í hverju hólfi séu að hámarki 200 manns (börn fædd 2005 og síðar þar með talin).

Fréttir
- Auglýsing -