spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÁhorfendabann yfir helgina - Staðan metin á ný í næstu viku

Áhorfendabann yfir helgina – Staðan metin á ný í næstu viku

Að beiðni almannavarna um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir hefur stjórn KKÍ tekið þá ákvörðun að leikir helgarinnar í meistaraflokkum, það er æfingaleikir meistaraflokka og meistarar meistaranna kvenna, fari fram án áhorfenda. 

Jafnframt er því beint til foreldra/aðstandenda leikmanna í yngri flokkum að mæta ekki í íþróttahúsin til að horfa á þá leiki sem fram fara.

Staðan verður endurmetin eftir helgi í samráði við yfirvöld.

Fréttir
- Auglýsing -