Körfuknattleikssambandið hefur tilkynnt um nýjan þjálfara U20 landsliðs karla fyrir komandi verkefni liðsins. Ágúst Björgvinsson þjálfari Val hefur verið fenginn í verkefni en þetta var tilkynnt á heimasíðu KKÍ fyrr í vikunni.
U20 karla mun taka þátt í Evrópukeppni FIBA á komandi sumri en þá verður leikið í Matoshinos á Portúgal. Á heimasíðu KKÍ segir um ráðninguna: „Ágúst býr yfir mikilli reynslu og hefur auk þess bæði þjálfað yngri lið KKÍ og séð um þjálfaramenntun sambandsins.“
Hann er um þessar mundir að skoða stöðu aðstoðarþjálfara hjá sér og síðan mun hann fylgjast náið með leikmönnum í deildum og leikjum fram á vorið þegar formlegar æfingar hefjast.
Samningur Ágústs er til tveggja ára og mun hann því stýra liðinu næstu tvær evrópukeppnir hið minnsta. U20 landsliðið endaði í 15. og næstneðsta sæti A-deildar EM síðasta sumar og féll því í B-deild þar sem liðið leikur næsta sumar.