spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÁgúst Orrason leggur skóna á hilluna

Ágúst Orrason leggur skóna á hilluna

Keflvíkingurinn Ágúst Orrason hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir 13 ár í meistaraflokki. Staðfesti leikmaðurinn þetta við Körfuna fyrr í dag.

Ágúst er að upplagi úr Breiðablik, en eftir að hafa leikið upp alla yngri flokka og með meistaraflokki félagsins skipti hann yfir til Njarðvíkur 2012 þar sem hann lék í 3 tímabil. Þaðan fór hann til Keflavíkur 2015 þar sem hann hefur leikið allar götur síðan. Á sínum yngri árum lék Ágúst einnig fyrir öll yngri landslið Íslands.

Ágúst, eða Gústi Pepp eins og hann var kallaður af einhverjum, var líklega best þekktur fyrir þriggja stiga skotið sitt, en á ferlinum tók hann 1578 slík í leik og setti niður 561 þeirra, sem er 36% nýting.

Samkvæmt Ágústi ákvað hann að leggja skóna á hilluna vegna anna bæði heima fyrir og í vinnu. Karfan óskar Ágústi velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Fréttir
- Auglýsing -