spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÁgúst: Margir í liðinu búnir að bæta sig mikið

Ágúst: Margir í liðinu búnir að bæta sig mikið

Dominos deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.

Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Þá er komið að Völsurum.

Valur

Valsarar voru eitt skemmtilegasta lið síðasta tímabils en liðið tapaði mörgum leikjum í lok þeirra. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta annað tímabil í efstu deild fer en mörg lið hafa farið flatt á því í gegnum árin.

Spá KKÍ: 9. sæti

Lokastaða á síðustu leiktíð: 10. sæti

Þjálfari liðsins: Ágúst Björgvinsson

Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Gunnar Ingi Harðarson. Bakvörðurinn kom í lið Vals eftir að tímabilið hófst í fyrra og er því að að fara inní sitt fyrsta heila tímabil. Leikmaður sem gæti sýnt það að hann sé meðal þeirra bestu í deildinni á komandi leiktíð.

Komnir og farnir: 

Komnir:

Ragnar Nathanaelsson frá Njarðvík

Oddur Rúnar Kristjánsson frá Njarðvík

Miles Wright frá Dartmouth

Aleks Simeonov frá Levski Lukoi (Búlgaríu)

Farnir:

Urald King til Tindastóls

Ólafur Björn Gunnlaugsson til Tindastóls

Elías Kristjánsson hættur

Högni Egilsson hættur

Viðtal við Ágúst Björgvinsson um komandi tímabil:

Fréttir
- Auglýsing -