spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÁgúst Goði til Þýskalands

Ágúst Goði til Þýskalands

Atvinnumönnum Íslands í körfubolta fjölgar í sumar en hinn 17 ára gamli Ágúst Goði Kjartansson hefur samið við lið í Þýskalandi að æfa og leika með þeim á næstu leiktíð. Emiliano Carchia blaðamaður á Sportando staðfestir þetta á Twitter síðu sinni í kvöld.

Ágúst semur við lið Paderborn í þýsku B-deildinni liðið endaði í 10. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Þjálfari liðsins er hinn bandaríski Steven Esterkamp sem lék lungan af ferli sínum í Þýskalandi áður en hann gerðist þjálfari þar í landi.

Ágúst Goði er uppalinn í Haukum og leikið með yngri flokkum liðsins síðustu ár. Hann var nýlega valinn í U18 ára landslið Íslands og mun taka þátt í Norðurlandamótinu í lok sumars. Ágúst var hluti af liði Hauka í Dominos deildinni á síðustu leiktíð og tók þátt í tíu leikjum í vetur þrátt fyrir ungan aldur.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni sem greinilega framtíðina fyrir sér.

Fréttir
- Auglýsing -