Ágúst Goði Kjartansson og Black Forest Panthers máttu þola tap um helgina gegn Frankfurt Skyliners Juniors um helgina í þýsku Pro B deildinni, 83-73.
Ágúst Goði átti góðan leik þrátt fyrir tapið, en á tæpum 34 mínútum spiluðum skilaði hann 30 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og vörðu skoti.
Panthers eru eftir leikinn í 14. sæti deildarinnar með tvo sigra og átta töp það sem af er tímabili.