spot_img
HomeFréttirÁgúst: Biðstaða í augnablikinu

Ágúst: Biðstaða í augnablikinu

16:07

{mosimage}

 

 

Enn er ekki komið á hreint hvar þjálfarinn sigursæli Ágúst Sigurður Björgvinsson mun þjálfa á næstu leiktíð. Inni í myndinni hjá Ágústi er að þjálfa hjá litháenska liðinu Rytas en þau mál leysast ekki strax. Ágúst hefur verið í viðræðum við aðra klúbba hér á landi en hann á ekki afturkvæmt í kvennalið Hauka þar sem félagi hans Yngvi Gunnlaugsson hefur tekið við stjórnartaumunum. Ágúst segir félaga sinn Yngva vera vel í stakk búinn til þess að taka við Haukakonum og að titlarnir eigi áfram eftir að streyma inn á Ásvelli.

 

Hver er staðan hjá þér núna? Ferð þú til Rytas eða hafa önnur tilboð borist?  

Það er bara biðstaða hjá mér núna. Ég er bara að bíða eftir hvað gerist með Rytas íLitháen, mér var boðið að verða aðalþjálfari hjá varaliðinu eða unglingaliðinu semþeir eru að stofna. Það er er verið að vinna í að stofna þetta lið sem verður notaðtil að byggja upp unga leikmenn og halda leikmönnum í leikæfingu frá aðalliðinu semeru að spila minna þar. Samhliða að vera aðalþjálfari hjá unglingaliðinu yrði égaðstoðaþjálfari hjá aðalliðinu. Aðalliðið spilar í þremur deildum á næsta ári LKL(litháensku deildinni), BBL (Baltic deildinni) og öllum líkindum Euroleaug eða ULEBCup. Það fer eftir úrslitum í spænsku deildinni. Þannig að það er klárt að þettayrði frábær reynsla fyrir mig og mjög góðir möguleikar að komast enn lengra í  þjálfun. Ég hef ekki verið í viðræðum við mörg lið hér heima en ég vonast til að vera komin með einhver svör í lok vikunar frá Rytas.

Ef við lítum yfir farinn veg, hvernig fannst þér tími þinn hjá Haukum?

 

Þessi þrjú ár hafa verið alveg frábær. Ég hef kynnst svo mikið af góðu og skemtilegu fólki. Ég hef mikið þroskast sem persóna og þjálfari. Haukarnir hafa gefið mér ótrúlega mikil og góð tækifæri. T.d að fara með hið unga kvennalið í Evrópukeppni er ótrúleg reynsla fyrir mig og alla sem komu að. Mér hafur alltaf verið treyst fyrir því sem ég hef gert eða tekið upp á. Þetta traust sem ég hef fengið er allveg ómetanlegt.

Ef þú ættir að nefna nokkur atriði hjá þér sem þjálfari, hvaða atriðiði standa þá upp úr sem þjálfari Haukakvenna? 

Það er rossalega erfit að taka eitthvað eitt atriði út þar sem það er úr svo mörgu að velja. Það gekk allt upp í vetur og uppskeran frábær. En það sem stendur kannski uppúr hjá mér er tíminn þegar ég þjálfaði bæði karla og kvenna liðið. Það var mjög erfiður tímin en mjög skemtilegur og mjög svo lærdómsríkur fyrir mig. Ná að halda uppi karlaliðinu og vinna síðan Íslandsmeistartitilin með kvennaliðinu mánuði seinna er virkilega minnisstætt fyrir mig.

Sem þjálfari í meistaraflokki og yngri flokkum hjá Haukum, hvað vannst þú marga titla?

Það voru þónokkuð margir titlar sem unnust og er það ótrúleg forrettindi að fá að spila um alla þessa titla. Í mfl.kv unnum við 9 titla á þremur árum einn fyrsta árið, þrjá á öðru ári og síðan 5 af 5 á þriðja árinu.Í yngriflokkunum uðu titlarnir 7. Þrír Íslandsmeistarar og fjórir bikarmeistarar. Ég náði í tvenn silfur á þessum þremur árum, silfur á Scaniacup 2005 og 10. flokki kvenna 2006. Ég man jafnvel enn betur eftir þeim. En í vetur unnust 8 af 8 og ekkert silfur.

Við hverju býst þú af Yngva sem arftaka þínum í starfi og nýjum þjálfara Haukakvenna?

 

Yngvi er frábær þjálfari. Hans sterkasta hlið er tækniþjálfun og hann hefur mjög mikinn efnivið til að vinna með. Haukaliðið hefur verið yngsta liðið í 1.deild kvenna undanfarin þrjú tímabil og verður eflaust ekki breyting á því. Ég hefði ekki getað óskað mér betri arftaka þar sem ég og Yngvi höfum unnið mikið saman. Hann á eftir að fara langt með Haukaliðið og Haukarnir verða mjög góðar í vetur og titlarnir munu halda áfram að streyma á Ásvelli í komandi framtíð. Það er það sem ég býst við af Yngva og Haukastelpunum. 

 

Hvernig munt þú verja sumrinu og hvaða verkefni liggja fyrir hjá þér?

 

Ég er núna með körfuboltabúðir á Ásvöllum og gengur það mjög vel, yfir 70 þátttakendur. Næstu helgi verð ég með úrvalsbúðir hjá KKÍ og 19. júní fer ég með hóp af stelpum til Bandaríkjanna í æfingrbúðir. Ég er að plana að fara á einhver þjálfaranámskeið í sumar. Þegar ég verð komin með það á hreint hvar ég verð næsta vetur fer ég að sjálfsögðu að vinna í því. Ef það er Litháen er fyrsta æfing hjá okkur 13.ágúst en ef ég verð heim byrjar maður eitthvað fyrr. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -