Íslenska kvennalandsliðið mun nú í vikunni leika tvo heimaleiki gegn Slóvakíu og Rúmeníu.
Báðir munu leikirnir fara fram í Ólafssal í Hafnarfirði, en þeir eru hluti af undankeppni EuroBasket 2025. Síðustu tveir leikir undankeppninnar munu svo fara fram í febrúar. Báðir eru leikirnir í samstarfi við VÍS sem bjóða á völlinn á meðan húsrúm leyfir.
Hérna má sjá hóp íslenska liðsins
Nóvemberleikirnir:
Ísland-Slóvakía 7. Nóvember kl 19:30
Ísland-Rúmenía 10. Nóvember kl 17:00
Karfan kom við á æfingu hjá liðinu í dag og ræddi við nýliða liðsins Agnesi Jónudóttur um hvernig það sé að koma inn í íslenska liðið og leikina tvo.