spot_img
HomeFréttirAgnes María í úrvalsliði U20 í Södertalje

Agnes María í úrvalsliði U20 í Södertalje

Undir 20 ára lið kvenna lauk keppni á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð. Eftir nokkuð brösuga byrjun á mótinu náði liðið að tryggja sér bronsverðlaun með sigri gegn Danmörku í lokaleik mótsins.

Líkt venjulega á mótum sem þessum var valið í úrvalslið að því loknu, en Ísland átti einn fulltrúa í því þetta árið, Agnesi Maríu Svansdóttur úr Keflavík. Besta frammistaða Agnesar kom líklega í öðrum leik mótsins gegn heimakonum í Svíþjóð, en þá skilaði hún 23 stigum, 2 fráköstum og var 5 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Meðaltöl hennar á mótinu einnig nokkuð góð, spilaði 28 mínútur, skoraði 18 stig, tók 2 fráköst og stal einum bolta í leik.

Hér má skoða tölfræði leikmanna á mótinu

Fréttir
- Auglýsing -