spot_img
HomeFréttirAgnar Gunnarsson spáir í bikarhelgina

Agnar Gunnarsson spáir í bikarhelgina

 Agnar Mar Gunnarsson aðstoðarþjálfari kvennaliðs UMFN og annáluð þriggjastiga skytta af Örlygsættum úr Njarðvíkinni spáir í spilin fyrir komandi úrslitaleiki í bikarkeppninni á morgun. 
 Keflavík-Valur
Hef grun um að þessi leikur verður jafn og spennandi en Keflavíkur stelpur verða sterkari á lokasprettinum. Keflavíkur sigur 8 stig+ Þær sem koma á óvart í þessum leik verða Ingunn Embla (Keflavík) og Guðbjörg (Valur) Maður leiksins að þessu sinni verður Sara Rún (Keflavík) Siggi vill örugglega spila hraðan bolta með stífri pressuvörn á boltamanninn og gera allt erfitt fyrir Valsmönnum. Hef trú að Gústi nái að halda sínum stelpum á jörðinni þar sem Valur er að fara í fyrsta skiptið í höllina. Valur vann síðasta leik gegn Keflavík og Gústi mun leggja leikinn upp á svipuðum nótum og í sigurleiknum.
 
 
Grindavík-Stjarnan
Svakalegur leikur tveggja sterkra liða. Bæði lið mjög vel mönnuð og margir hverjir þekkja að spila stóra leiki. Hef trú á Teit stóra frænda í þetta skipti að hann nái að peppa mannskapinn sinn upp eftir dapurt gengi uppá síðkastið. Stjarnan vinnur í svakalegum leik þar sem sigurkarfan verður skoruð í seinustu sókininni (86-84). Þeir sem koma á óvart hjá Grindavík. Ómar mun gera góða hluti þær mín sem hann fær. Hjá Stjörnunni mun KJoð setja nokkra djúpa og halda uppi stemmningunni hjá sínu liði sem er afar dýrmætt.
Maður leiksins verður án efa litli snillingurinn Justin Shouse sem mun stjórna leik liðsins eins og herforingi. Teitur þekkir vel að spila í höllinni og hann mun skila þeirri reynslu til sinna leikmanna. Stjarnan þarf að hægja á leik þeirra Grindvíkinga og ekki gefa auðveld skot fyrir utan þar sem þeir eru með mjög góðar skyttur. Sverrir Þór mun vilja spila hraðan leik þar sem hann er djúpur á bekknum og margir geta spilað. Hvet fólk að fara á leikina á laugardaginn því þetta er bara líf og fjör
Fréttir
- Auglýsing -