Leikmaður Hauka, Brandon Mobley hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og Þórs í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. Mobley gaf leikmanni Þórs olnbogaskot og var sendur út af vellinum í kjölfarið. Á leið sinni út gerði hann tilburði til að veitast að Einari Árna Jóhannsyni, þjálfara Þórs. Haukar munu því leika án Mobley í fjórða leik liðanna á þriðjudaginn nk.
Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar í máli nr. 26/2015-2016:
"Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál skal hinn kærði, Brandon Mobley, leikmaður Hauka, sæta 1 leiks/leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og Þórs Þorlákshöfn í Domino´s deild karla, sem leikinn var 24. mars 2016."