Grindavík lagði Hauka í Ólafssal í kvöld í 2. umferð Bónus deildar karla, 80-92. Haukar hafa því tapað fyrstu tveimur leikjum deildarkeppninnar á meðan að Grindavík hefur unnið báða líkt og Höttur, Stjarnan og Þór.
Leikurinn hefst og Grindavík byrjar leikinn sterkari og eru með yfirhöndina á leiknum framan af. Þegar Haukamenn taka leikhlé þegar það eru rúmar 3:35 eftir af 1. leikhluta er staðan 13-21 fyrir Grindavík. Fyrsti leikhluti endar 16-24 fyrir Grindavík. Grindavík heldur áfram grimmd sinni og tekur 13-0 kafla í byrjun annars leikhluta. Haukar líta frekar dapurlega út og virðast ekki finna nein svör undir lok annars leikhluta og Grindavík leiðir inn í hálfleik 29-50.
Atkvæðismestir í hálfleik voru Hilmir Arnarson 8 stig, 1 frákast og 1 stoðsendingu, og í Grindavík var það Jason Gigliotti með 12 stig, 6 fráköst og 0 stoðsendingar.
Grindavík heldur áfram að keyra og eru sterkari og voru bara alltaf betri í 3. leikhluta og kláruðu hann 54-74. En þá er einn leikhluti eftir af leiknum. Haukamenn reyna að gera sitt og minnka munninn en Grindavík hættir ekkert og halda áfram að sækja á körfuna. Ná að verjast annars fínu áhlaupi heimamanna. Leikurinn endar með sigri Grindvíkinga 80-92.
Atkvæðamestir
Steeve Ho You Fat með 19 stig, 1 frákast og 3 stoðsendingar, og hjá Grindvíkingum var það Jason Gigliotti með 26 stig, 12 fráköst og 0 stoðsendingar.
Hvað svo?
Næstkomandi fimmtudag fara Haukar norður á Krókinn og mæta Tindastóli, en Grindvíkingar fá Hött í heimsókn í Smárann.
Viðtal upphaflega birt á vef Víkurfrétta