Katarzyna Anna Trzeciak er á nýjan leik komin með félagaskipti til Stjörnunnar samkvæmt félagaskiptasíðu KKÍ.
Katarzyna lék með Stjörnunni á síðustu leiktíð, en þar fór liðið bæði í undanúrslit úrslitakeppninnar og undanúrslit bikarkeppninnar þar sem liðið tapað í bæði skiptin fyrir verðandi meisturum Keflavíkur. Fyrir yfirstandandi tímabil hafði hún svo samið við og leikið fyrir Grindavík, en í 11 leikjum með þeim á tímabilinu skilaði hún 12 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í leik.