spot_img
HomeFréttirAftur tapaði Ísland í nokkuð jöfnum leik

Aftur tapaði Ísland í nokkuð jöfnum leik

Undir 16 ára stúlknalið Íslands tapaði fyrir Danmörku með 8 stigum, 64 gegn 72. Leikurinn sá þriðji sem að liðið leikur á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi, en liðið hefur tapað öllum þremur.

Gangur leiks

Líkt og í síðustu tveimur leikjum var það íslenska liðið sem að varð fyrra til þess að komast af stað, en þær settu fyrstu 4 stig leiksins. Við tók svo nokkuð lélegur kafli hjá þeim þar sem að Danmörk átti 0-8 áhlaup. Eftir gott leikhlé virtust íslensku stúlkurnar þó ná áttum aftur, leikhlutinn endar 14-15 Danmörku í vil. 

Í öðrum leikhlutanum var leikurinn svo jafn og spennandi þar sem ap liðin skiptust á stuttum áhlaupum. Allt þangað til undir lokin, þegar að Ísland náði að slíta sig aðeins frá þeim dönsku. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Ísland með 3 stiga forystu, 32 gegn 29.

Liðin voru svo hnífjöfn í upphafi seinni hálfleiks. Danmörk þó skrefinu á undan lungann úr þriðja leikhlutanum. Ísland gerði þó vel í lok hans að halda leiknum nánast jöfnum fyrir þann fjórða, 45-46. Lokaleikhlutinn var svo nokkuð jafn, líkt og áður, Danmörk skrefinu á undan. Á síðustu mínútum leiksins sigldu þær dönsku svo nokkuð vel framúr, sigruðu að lokum með 8 stigum, 64-72, tölur sem gefa kannski ekki rétta mynd á hversu jafn leikurinn var í 38 mínútur af 40.

Lengsti leikur ársins

Dómarar leiksins í dag voru heilt yfir einhverjir þeir verstu sem undirritaður hefur séð við störf á körfuknattleiksleik. Reyndu allt hvað þeir gátu til þess að hafa leikinn eins langan og þeir gátu. Tókst nokkuð vel til, þó í því geti vart verið tilgangur. 

Hetjan

Lára Ösp Ásgeirsdóttir atvæðamest í íslenska liðinu í dag, skilaði 20 stigum, 9 fráköstum og stoðsendingu á rúmum 30 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -