spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLandsliðsmaðurinn aftur heim í Vesturbæinn

Landsliðsmaðurinn aftur heim í Vesturbæinn

Nýliðar KR hafa samið við Þóri Guðmund Þorbjarnarson fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla. Staðfesti félagið þetta með blaðamannafundi á Meistaravöllum rétt í þessu, en samningur Þóris er til næstu tveggja ára.

Þórir er 26 ára skotbakvörður sem að upplagi er úr KR, en hann kemur til liðsins frá Tindastóli þar sem hann lék á síðustu leiktíð. Áður en hann gekk í raðir Tindastóls lék hann fyrir félög á Spáni og í Hollandi, en síðast lék hann fyrir KR eftir að hann kom heim úr námi frá Nebraska Cornhuskers árið 2021.

Áður en hann hélt til Bandaríkjanna í háskólaboltann lék Þórir fyrir KR tímabilin 2014 til 2017, en á sínu síðasta tímabili þá var hann valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Þá varð hann í þrígang Íslandsmeistari með KR og vann bikarmeistaratitilinn í tvö skipti á þessum árum. Þá hefur hann verið hluti af A landsliði Íslands í 29 skipti frá árinu 2017, nú síðast á þessu ári.

Fréttir
- Auglýsing -