spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaAftur heim í KR eftir fjögur ár í háskólaboltanum

Aftur heim í KR eftir fjögur ár í háskólaboltanum

Orri Hilmarsson hefur samið við nýliða KR fyrir komandi tímabil í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum í kvöld.

Orri er 24 ára gamall og að upplagi úr KR, en síðustu fjögur ár hefur hann verið í bandaríska háskólaboltanum. Fyrstu tvö árin með Cardinal Stritch í Wisconsin en síðustu tvö tímabil með Webber háskólanum í Flórída.

Orri spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með KR tímabilið 2016-2017 þá aðeins 16 ára gamall en Orri var í Íslandsmeistaraliði KR 2017, 2018 og 2019. Tímabilið 2019-2020 lék Orri með Fjölni í efstu deild, áður en hann hélt svo til Bandaríkjanna. Orri var fastamaður í yngri landsliðum Íslands, lék m.a. með U18 og U20 á lokamótum B-deildar EM.

Orri Hilmarsson: “Ég er virkilega glaður að vera kominn aftur heim í Vesturbæinn eftir fjögurra ára dvöl í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Ég hlakka til að hjálpa KR að komast aftur á toppinn.”

Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR: “Ég er mjög ánægður að Orri sé kominn heim í KR. Ég sé fram á að hann verði mikilvægur partur í þeirri endurbyggingu sem er í gangi hjá okkur. Ég hlakka til að vinna með honum og sjá hann í KR búningnum.”

Fréttir
- Auglýsing -