spot_img

Áfram í Dalhúsum

Fannar Elí Hafþórsson hefur framlengt samningi sínum við Fjölni fyrir næsta tímabil í fyrstu deild karla.

Fannar, sem er uppalinn í Fjölni, spilaði einnig með Wesley Christian School í Kentucky í high school körfubolta. Borche Ilievski þjálfari Fjölnis segir að Fannar sé leikmaður sem hafi bætt sig mikið frá því að hann tók við þjálfun liðsins fyrir nokkrum árum og hann hafi þroskast mikið sem leikmaður og sé gott hafa framlengt við leikmann sem kann að spila undir mikilli pressu.  

Fréttir
- Auglýsing -