Heilbrigðisráðherra kynnti fyrir stundu vægar tilslakanir á samkomubanni sem taka gildi næsta mánudag. Barátta landans við heimsfaraldurinn hefur gengið vel síðustu misseri en enþá er ástandið viðkvæmt samkvæmt heilbrigðisráðherra.
Helstu breytingar er koma að íþróttum í heild erum að hámarksfjöldi fullorðinna í hverju hólfi verður 50 manns. Einnig verður sameiginleg
búningsaðstaða opnuð. Það segir að „Gæta skuli að því að búningsaðstaða sé þrifin og snertifletir sótthreinsaðir milli hópa.“
Aftur á móti verður ekki breyting á áhorfendabanni í íþróttakeppni barna og fullorðinna. Það verður áfram gildandi og þurfa körfuboltaáhugamenn því að sætta sig við að horfa á leiki í gegnum sjónvarp eða tölvu.
Það hljóta að vera ákveðin vonbrigði fyrir félögin að geta ekki fengið inn tekjur af miðasölu í fyrirsjáanlegri framtíð. Núverandi tilslakanir gilda til 3. mars. Á sama tíma og áhorfendabannið stendur er hinsvegar aukið við fjölda í tilslökunum í leikhúsum, líkamsræktum, búðum, söfnum og fleiri stöðum.
Áfram er því ljóst að hagsmunir íþróttafélaga og afreksíþrótta í heild eru aftarlega á merinni hjá Sóttvarnarlækni og ráðuneytinu. Sem körfuboltamiðill spyr Karfan sig hvar hagsmunagæsla ÍSÍ sé í þessum málum. Til gamans má geta að menntamálaráðuneytið er með mál menningar og íþrótta á sinni könnu. Nýjustu fregnir sýna glettilega hvor málaflokkurinn er ofar á forgangslista ráðherra.
Það vill nú til að Stöð 2 Sport og félögin sjálf hafa þjónustað áhugamenn vel síðustu misseri og gera væntanlega áfram. Þannig engin ætti að missa af neinu.
Minnisblað Sóttvarnarlæknis má finna hér.