Þór Akureyri hefur endúrnýjað samninga sína við Maddie Sutton fyrir komandi tímabil í Subway deild kvenna, en þetta mun verða hennar þriðja með liðinu.
Síðasta tímabil var fyrsta tímabil Þórs í efstu deild kvenna í 45 ár en liðið hafnaði í 7. sæti deildarinnar ásamt því að fara í bikarúrslit. Maddie var að öðrum ólöstuðum einn besti leikmaður deildarinnar á tímabilinu, með 17 stig, 14 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik.