spot_img
HomeFréttirAfmælismót Skarphéðins Gunnarssonar

Afmælismót Skarphéðins Gunnarssonar

Laugardaginn 1. desember hittust æfinga- og vinnufélagar Skarphéðins Gunnarssonar að Hlíðarenda  í hraðmóti í körfubolta, sem var styrktarmót fyrir Skarphéðin, sem fékk heilablæðingu í september síðastliðinn  og sér fram á langa endurhæfingu. Mótið var í „Gamla salnum“ í Vodafonehöllinni. Svo skemmtilega vildi til að mótið bar upp á afmælisdag Skarphéðins!
 
Félagar Skarphéðins úr HK, Fram og Val ásamt samkennurum hans og félögum úr dómarastétt tóku þátt í mótinu og léku og dæmdu körfuknattleik af hjartans list en allir þátttakendur greiddu þátttökugjald til styrktar Skarphéðni og fjölskyldu hans. Yfir fimmtíu manns tóku þátt á mótinu en félagar í Molduxum á Sauðarkróki greiddu þátttökugjaldið  (2.500 á mann) þrátt fyrir að hafa ekki komist suður í mótið.
 
Ef áhugi er á að taka þátt í stuðningi við fjölskyldu Skarphéðins er hægt er að greiða inná reikning:
0318-26-001333
kt.0112645579 
Senda svo tölvupóst á k[email protected] til staðfestingar.
 
Að loknu móti var Skarphéðni afhentur körfubolti sem allir þátttakendur höfðu áritað ásamt þeim peningum sem hafði safnast á staðnum.
 
Hlíðarendi 1. desember 2012/Hannes Birgir Hjálmarsson
  
Fréttir
- Auglýsing -