spot_img
HomeFréttirAfmælisbörn dagsins: Hrafn fertugur

Afmælisbörn dagsins: Hrafn fertugur

Körfuboltafólk á líka afmæli rétt eins og annað fólk og þegar okkur sýnist sem svo þá viljum við á Karfan.is endilega senda viðkomandi hlýja afmæliskveðju. Hrafn Kristjánsson körfuboltaþjálfari er fertugur í dag og lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 30.
 
Fyrsti Evrópumaðurinn til þess að leika í NBA deildinni á einnig afmæli í dag en vitaskuld er þetta fagmaðurinn Pétur Guðmundsson. Pétur er fæddur árið 1958 svo þið megið bara giska á hversu ungur hann er.
 
Við sláum svo botninn í þessar körfuboltaafmæliskveðjur með því að óska Keith Swagerty til hamingju með daginn en kappinn lék í ABA deildinni árið 1967 og var síðar sama ár valinn til New York í NBA deildinni. Nafns hans vegna var óhjákvæmilegt annað en að tilgreina þetta afmælisbarn sem kom í heiminn árið 1945.
 
Til hamingju með daginn herramenn!
  
Fréttir
- Auglýsing -