Hákon Atli Bjarkason er 21 árs í dag en hann er meðlimur í stuðningsmannasveit Þórs úr Þorlákshöfn, græna drekanum. Hákon er líka aðalsprautan í íslenskum hjólastólakörfuknattleik en hann hefur tekið við hvílda keflinu af Ólafi Rafnssyni og félögum sem byrjuðu með íþróttina á Íslandi.
Hjólastólakörfuknattleiksæfingar fara fram í húsnæði ÍFR í Reykjavík í Hátúni og eru tvisvar í viku. Karfan.is óskar Hákoni til hamingju með daginn en þeir sem vilja spreyta sig í hjólastólakörfunni geta kíkt á hópinn hérna. Allir eru velkomnir að mæta og prófa að taka þátt.
Mynd/ Eins og sést á myndinni er Hákon Atli með eindæmum fjölhæfur, hjólastólakörfuknattleiksmaður og borðtennisspilari með afbrigðum.