spot_img
HomeFréttirAfmælisbarnið með fimm óskalið

Afmælisbarnið með fimm óskalið

Sumarið 2010 gæti orðið eitt viðburðaríkasta sumar NBA í langan tíma þegar kemur að leikmannaskiptum. Það eru margir feitir bitar á markaðinum og er LeBron James sá feitasti en margir aðrir sterkir leikmenn eru að skoða sín mál og þar á meðal stjörnuframherji Toronto Chris Bosh. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs eru fimm lið inn í myndinni hjá honum og er núverandi lið hans Toronto meðal þeirra.
Þessi fimm félög eru Chicago, L.A. Lakers, Miami og New York ásamt Toronto.
 
En þetta eru sömu lið og hafa verið nefnd varðandi LeBron James og Dwayne Wade og því ljóst að hlutirnir eiga eftir að gerast hratt.
 
Bosh hefur leikið með Toronto síðan hann kom í NBA sumarið 2003 en hann varð einmitt 26 ára í dag.
 
Hann var með 24 stig og 10.8 fráköst að meðaltali í vetur.
 
Fréttir
- Auglýsing -