spot_img
HomeFréttirAfgerandi niðurstaða: Fólk vill ekki fækka í IE deildinni

Afgerandi niðurstaða: Fólk vill ekki fækka í IE deildinni

12:11 

{mosimage}

 

 

Könnunin sem hefur verið í gangi hér á Karfan.is síðustu daga gaf það vel til kynna að fólk vildi alls ekki fækka liðum í Iceland Express deild karla. Spurt var þess efnis og sögðu 382 nei en aðeins 70 svöruðu spurningunni játandi.

 

Ljóst er að meirihluti lesenda Karfan.is er ánægður með núverandi fyrirkomulag Iceland Express deildarinnar og úr þessu þykir það ólíklegt að einhverju verði breytt en það er aldrei að vita hvað gerist á ársþingi KKÍ sem fram fer að þessu leiktímabili loknu.

 

Nú er komin inn í ný könnun og spurt er hvort Keflavíkurkonum takist að leggja topplið Hauka að velli í lokaumferð Iceland Express deildar kvenna á miðvikudagskvöld.

Fréttir
- Auglýsing -