spot_img
HomeÚti í heimiEuroleague„Ætlum að njóta þess að spila með honum - Þarf að spila...

„Ætlum að njóta þess að spila með honum – Þarf að spila með bestu leikmönnum heims“

Spænska stórliðið Real Madrid lyfti meistaratitlinum í Euroleague þetta tímabilið eftir frábæran úrslitaleik gegn evrópumeisturum síðasta árs, Fenerbache. 

 

Real Madrid voru gríðarlega sterkir undir körfunni og tóku þrettán sóknarfráköst en mörg þeirra komu á stórum augnablikum. Það voru að lokum Madrídingar sem lyftu titlinum með 85-80 sigri en Tyrkirnir gerðu sitt besta til að jafna í lokin en það var of lítið og of seint. 

 

Luka Doncic heldur áfram að hlaða á sig viðurkenningum en hann var valinn besti leikmaður (MVP) undanúrslitahelgarinnar. 

 

Hinn 33. ára Rudy Fernandez var gríðarlega ánægður eftir sigurinn á Fenerbache. Hann sagði sögu tímabilsins vera frábæra en engin hafði trú á liðinu vegna gríðarlegra meiðsla sem hrjáðu það allt tímabilið. 

 

Viðtal Eurohoops við hinn reynslumikla Rudy Fernandez má finna hér að neðan:

 

 

Fréttir
- Auglýsing -