spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karla"Ætlum að ná markmiði okkar að komast í úrslitakeppnina"

“Ætlum að ná markmiði okkar að komast í úrslitakeppnina”

Stjarnan lagði Hött í Umhyggjuhöllinni í kvöld í Subway deild karla, 92-82. Eftir leikinn eru bæði lið með 18 stig, en vegna innbyrðisviðureignar er Höttur í 8. sætinu og Stjarnan í 9. sæti deildarinnar.

Hérna er meira um leikinn

Viðar var ágætlega sáttur við sína menn þrátt fyrir ósigur í kvöld:

Samkvæmt óskeikulli greiningu minni á leiknum þá veðja ég á það að þú sért ekkert ósáttur með þitt lið þrátt fyrir tap, hörku leikur og meira og minna bara 1-2 körfur á milli liðanna…er eitthvað vit í þeirri greiningu?

Já ég held að hún sé það. Ég er ánægður með effortið sem við lögðum í þetta, það bara kom þarna kafli sem við misstum aðeins tökin á því sem við ætluðum að vera að gera, fórum úr rytma bæði í vörn og sókn á sama tíma og þeir náðu áhlaupi. Það var í raun munurinn í lokin, við gerðum margt gott og við erum með svolítið stutta róteringu. Ég er bara ánægður með mína menn og það voru ekkert allir settir í góða stöðu, Buskey er búinn að vera meiddur í lengri tíma, rétt búinn að ná 2 æfingum eftir handarbrot og hann var miklumiklu betri en ég þorði að vona hérna í dag. Við þurfum nokkra daga eða vikur til að negla okkur alveg 100% saman en við ætlum að ná markmiði okkar að komast í úrslitakeppnina og þá verðum við vonandi búnir að ná heilsu og verðum komnir á besta staðinn sem við viljum vera á.

Jájá, og kannski dýrmætt líka og gaman að sjá leikmenn eins og t.d. Sæsa sem hefur ekki fengið að spila mjög mikið fær að spila svolítið meira núna og stendur sig alveg ljómandi vel…

…Sæþór, David, Gustav frábær.. og Gísli sem skoraði ekki í kvöld en var hins vegar frábær varnarlega. Menn eru að chippa inn og án Nemanja sem er okkar langbesti frákastari gerðum við á stórum köflum vel, þeir taka svolítið af sóknarfráköstum en þeir eru gott sóknarfrákastalið en menn saman stigu upp þar og reyndu að hreinsa upp það gat sem Nemjana skilur eftir sig…en það að missa hann úr liðinu er með því stærsta því hann hefur verið frábær fyrir okkur bæði í vörn sem sókn.

Ég hjó einmitt eftir því, maður hefur séð Kone ryksuga upp sóknarfráköst ítrekað fyrir Stjörnumenn oft á tíðum í vetur en það var ekki mjög áberandi í kvöld eins og þú varst að nefna.

Já, við gerðum vel og þeir gátu ekki einu sinni haft hann inná…

…af hverju gátu þeir það ekki…?

Þeir voru bara betri með Hlyn og Ellisor í fjarkanum. Þeir voru betri varnarlega þannig og erfiðara að dekka þá þannig, þó Kone hefði tekið nokkur sóknarfráköst þá hefði ég viljað að hann myndi spila meira.

Ég skil þig núna! Ég verð að spyrja þig út í heilsuna á mönnum, eru menn væntanlegir fljótlega, Knezevic og Karlovic?

Ég vona að Nemanja verði kominn á næstu dögum en hann þarf náttúrulega að ná nokkrum æfingum og ná upp orku, það er líka varasamt og getur verið hættulegt að fara að henda mönnum inn þegar þeir hafa verið algerlega frá æfingum vegna veikinda. Það er óvissa með Matej, vonandi nær hann að skila einhverju, hann kom með góðar 2 mínútur í dag þótt hann kæmi bara inn á og stæði þarna! Við þurftum einhvern veginn að ná blæstri. Þú getur ekki skilið hann eftir til að skjóta þannig að hann náði að gera gagn í stuttan tíma. Vonandi kemur hann sem fyrst en það gæti verið að það verði ekki fyrr en á næsta tímabili sem hann nær fullri heilsu.

Jájá. Svakalegt program framundan hjá ykkur. Menn eru væntanlega bara spenntir?

Jájá! Það er bara stemmning…við fáum að fara í sturtu í Keflavík á mánudaginn…

…loksins…!

…og svo eigum við heimaleik á móti Haukum, fyrsti heimaleikurinn í langan tíma…við erum með markmið fyrir framan okkur sem við vinnum saman í áttina að og við erum ennþá á fínu tracki svo bara áfram gakk.

Fréttir
- Auglýsing -