9:09
{mosimage}
Visir.is segir frá því í dag að þeir hafi heimildir fyrir því að Kristinn Jónasson og Vilhjálmur Steinarsson séu á leið í ÍR. En þeir félagarnir léku með Haukum og Keflavík á síðasta tímabili. Karfan.is heyrði í Vilhjálmi til að fá þessa frétt staðfesta.
Er það rétt að þið séuð að fara í ÍR?
Já það passar
Hvað kemur til að þið farið í ÍR?
Ég var að klára háskólann og ætla að flytja aftur í bæinn. Við vorum búnir að ákveða að spila saman næsta vetur og það stóð til að ég færi í Hauka en svo höfðu ÍR samband við okkur. Þeir eru með háleit og raunhæf markmið sem okkur leist mjög vel á og svo útvega þeir mér starf þannig ákvörðunin var auðveld.
Hvernig lýst ykkur á ÍR í deildinni næsta vetur? Hvar verðið þið í baráttunni?
ÍR á eftir að gera góða hluti í deildinni í vetur, við erum með sterkan leikmannahóp og mjög góðan þjálfara og ætlum okkur að vera í efri hluta deildarinnar og gera gott mót í úrslitakeppninni að sjálfsögðu.
Er von á fleirum úr félagahópnum í ÍR?
Ég hef ekki heyrt af neinu allavega.
Vilhjálmur lék 17 leiki með Keflavík í fyrra og skoraði 5,6 stig en í þeim 14 leikjum sem skráðir eru hjá Kristni í fyrra er hann með 15,9 stig og 9,2 fráköst. Þá lék Kristinn 12 A landsleiki á árunum 2006-07.
Mynd: [email protected]