spot_img
HomeFréttirÆtla leikmenn NBA deildarinnar að binda endi á tímabilið?

Ætla leikmenn NBA deildarinnar að binda endi á tímabilið?

Enginn leikur verður spilaður í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA í kvöld og í nótt vegna mótmælaa leikmanna deildarinnar gegn kerfislægu misrétti vegna litarhátts í Bndaríkjunum. Voru það leikmenn toppliðs Milwaukee Bucks sem hófu mótmælin með því að neita að mæta til fimmta leiks síns gegn Orlndo Magic.

NBA deildin hefur gefið það út að allir leikir kvöldsins/næturinnar verði leiknir seinna. Því muni engu liði vera dæmdur sigur, fimmti leikur hvers einvígis fyrir sig verður svo leikinn seinna.

Margir leikmenn hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum síðan að liðsmenn Milwaukee Bucks neituðu að yfirgefa búningsklefann sinn og hefja leikinn.

Ekki er ljóst hvort að leikmenn deildarinnar séu á því að þessum leikjum sé einungis frestað, eða hvort þeir hafi hugsað sér að yfirgefa búbbluna og binda þar með endi á úrslitakeppnina. Öllum leikmönnum þeirra liða sem enn eru inni í úrslitakeppninni hefur verið boðið að mæta á fund sem hefst á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld, en þar er talið líklegt að ákvarðanir verði teknar.

Fréttir
- Auglýsing -