Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann KR, Ægir Þór Steinarsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
KR gerir sér ferð suður með sjó í kvöld og mæta toppliði Keflavíkur í TM Höllinni kl 19:15, en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð2Sport.
Áður höfðum við fengið lista frá:
Ægir:
GKR- Morgunmatur
Þegar maður vaknar þá fær maður sér morgunmat!
LOTV – Wildflower
Maður reynir að ofpeppast ekki yfir daginn og þess vegna er þetta lag á repeat fram að undirbúning fyrir leik.
Jay-Z – PSA
The HOV, Jigga man, GOAT! Það er ekki hægt að vera annað en peppaður eftir þetta.
GKR – Ballin
GKR er að sigra mig þessa stundina. Sá GKR að hita upp fyrir Úlf Úlf útgáfutónleikana og ég hef verið heillaður síðan. Hann er notaður í peppið.
Emmsjé Gauti – Strákarnir
Ekki annað hægt!