Ægir Þór Steinarsson og HLA Alicante lögðu Juaristi í Leb Oro deildinni á Spáni í dag, 68-70.
Alicante eru eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar með 14 sigra og 9 töp það sem af er tímabili.
Ægir hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum en skilaði þremur stoðsendingum á tæpum 19 mínútum spiluðum.