spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÆgir Þór og Alicante lutu í lægra haldi gegn Forca Lleida

Ægir Þór og Alicante lutu í lægra haldi gegn Forca Lleida

Ægir Þór Steinarsson og HLA Alicante máttu þola tap í kvöld fyrir Forca Lleida í Leb Oro deildinni á Spáni, 82-75.

Alicanter eru eftir leikinn í 9. sæti deildarinnar með fjóra sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Ægir Þór tveimur stigum, þremur fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta.

Næsti leikur Ægis og Alicante er þann 25. nóvember gegn Estudiantes.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -