Ægir Þór Steinarsson og HLA Alicante lögðu Burgos í kvöld í Leb Oro deildinni á Spáni, 98-101.
Segja má að Ægir hafi því lagt sína fyrrum félaga, en hann lék með Burgos tímabilið 2016-17, en það tímabil hjálpaði hann liðinu að vinna Leb Oro deildina.
Eftir leikinn er Alicante í 6. sæti deildarinnar með þrjá sigra og tvö töp það sem af er tímabili.
Á tæpum 33 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Ægir 8 stigum, 2 fráköstum og 4 stoðsendingum.
Næsti leikur Alicante er þann 4. nóvember gegn Juaristi.