Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem efni fundarins er að kynna nýjan leikmann liðsins. Vísir.is greinir frá því að leikmaðurinn sé landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson sem mun semja við Stjörnuna í dag.
Ægir þekkja allir körfuknattleiksáhugamenn en hann hefur leikið á Spáni síðustu ár. Hann hefur verið stór hluti af Íslenska landsliðinu sem hefur leikið á tveimur Eurobasket á síðustu árum.
KR mun einnig hafa verið á höttunum eftir Ægi en hann hefur nú ákveðið að skrifa undir hjá Garðarbæjarfélaginu. Ægir er uppalinn í Fjölni en lék með KR eitt tímabil 2015-2016.
Fyrr í vor tók Arnar Guðjónsson við þjálfun liðsins af Hrafni Kristjánssyni. Þá er Dagur Kár Jónsson kominn aftur heim í Stjörnuna og lykilmenn á borð við Hlyn Bæringsson og Tómas Þórð samið á ný við liðið.