Lokaumferðin í deildarkeppni LEB Gold deildarinnar fór fram á Spáni í kvöld en deildin er sú næstefst þar í landi. Ægir Þór Steinarsson og félagar í Penas Huesca unnu þá sterkan 93-74 sigur á Cocina þar sem Ægir gerði 17 stig á 22 mínútum og gaf 4 stoðsendingar en Ægir eins og aðrir KR-ingar í kvöld var bullandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna með 5-5 í þristum!
Huesca lauk keppni í 7. sæti deildarkeppninnar og mætir Union Financial Oviedo í fyrstu umferð úrslitakeppninanr en Oviedo hafnaði í 4. sæti deildarkeppninnar.
Palencia varð deildarmeistari og mun leika í ACB deildinni á næstu leiktíð. Fyrsti leikur Ægis og félaga í úrslitakeppni deildarinnar verður þann 22. apríl næstkomandi en Oviedo verður með heimaleikjaréttinn í seríunni.