spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÆgir semur við Stjörnuna til tveggja ára

Ægir semur við Stjörnuna til tveggja ára

Rétt í þessu var tilkynnt að landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson hafi samið við Stjörnuna um að leika með þeim í Dominos deild karla. Samningurinn var undirritaður í Mathúsi Garðabæjar nú kl 14:00.

 

Samningur Ægis er til tveggja ára með möguleika á því þriðja. Ægir kemur frá liði TAU Castello þar sem hann lék á síðasta tímabili en þar áður lék hann með San Pablo Burgos.

 

KR mun einnig hafa verið á höttunum eftir Ægi en hann hefur nú ákveðið að skrifa undir hjá Garðarbæjarfélaginu. Ægir er uppalinn í Fjölni en lék með KR eitt tímabil 2015-2016. 

 

Fyrr í vor tók Arnar Guðjónsson við þjálfun liðsins af Hrafni Kristjánssyni. Þá er Dagur Kár Jónsson kominn aftur heim í Stjörnuna og lykilmenn á borð við Hlyn Bæringsson og Tómas Þórð samið á ný við liðið. 

 

Þá kom einnig fram á blaðamannafundinum að Íþróttahúsið Ásgarður mun nú heita Mathús Garðarbæjarhöllin. 

 
Fréttir
- Auglýsing -