spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÆfingleikur: Grindavík kjöldróg Sindra suður með sjó

Æfingleikur: Grindavík kjöldróg Sindra suður með sjó

Nú þegar aðeins eru nokkrar vikur í að leikar fari af stað í Dominos deild karla eru liðin í óða önn að undirbúa sig fyrir átök komandi veturs. Eitt af því sem þau eru að gera er að spila æfingaleiki, en í dag lagði Grindavík fyrstu deildar lið Sindra í einum slíkum í Mustad Höllinni, 107-67.

Voru þð heimamenn sem byrjuðu leik dagsins mun betur, leiddu með 15 stigum eftir fyrsta leikhluta, 34-19. Undir lok fyrri hálfleiksins bættu þeir svo í og fóru með þægilega 24 stiga forystu til búningherbergja í hálfleik, 56-32. Var það svo ekki fyrr en í fjórða sem Sindri náði ðeins að spyrna við fótum, en töpuðu leikhlutanum þó með 2 stigum, 23-21. Að lokum fór Grindavík með 40 stiga sigur f hólmi, 107-67.

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var Sigtryggur Arnar Björnsson með 21 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Fyrir gestina dróg Arnþór vagninn með 16 stigum og 5 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -