Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, hefur valið 16 manna æfingahóp sem hann hefur kallað inn til æfinga frá og með 10. nóvember næstkomandi þegar landsleikjahléið hefst sem stendur yfir til 18. nóvember. Þá mun hópurinn æfa saman og endanlegt lið verður svo valið í aðdraganda fyrsta leiksins, en stelpurnar okkar leika tvo leiki í undankeppni EuroBasket Women 2021 í glugganum núna í nóvember.
Fyrsti leikur liðsins verður í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20:00 gegn Búlgaríu og svo í kjölfarið á íslenska liðið útileik gegn Grikklandi sunnudaginn 17. nóvember í Chalkida á Grikklandi.
Domino’s býður á leikinn!
Domino’s mun bjóða landsmönnum á leikinn í Laugardalshöllinni gegn Búlgaríu þann 14. nóvember á meðan húsrúm leyfir og þurfa gestir bara að mæta á leikstað.
Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir í æfingahópinn:
Nafn · Félag (landsleikir)
Bríet Sif Hinriksdóttir · Grindavík (2)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (2)
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík (8)
Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (Nýliði)
Guðbjörg Sverrisdóttir · Valur (18)
Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell (34)
Hallveig Jónsdóttir · Valur (19)
Helena Sverrisdóttir · Valur (75)
Hildur Björg Kjartansdóttir · KR (30)
Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (Nýliði)
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir · Keflavík (6)
Sara Rún Hinriksdóttir · Leicester Raiders, England (17)
Sigrún Björg Ólafsdóttir · Haukar (5)
Sóllilja Bjarnadóttir · KR (5)
Sylvía Rún Hálfdánardóttir · Valur (2)
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (15)