Grindvíkingar héldu sitt lokahóf um helgina. Á hófinu sem við greinum betur frá á eftir var spilað myndband frá stjórn Grindavíkur þar sem menn voru ekki par sáttir við að hafa ekki Íslandsmeistaratitilinn á lokahófinu. Jón Gauti Dagbjartsson ákvað að bæta úr þeim málum.
…og viti menn, þegar myndbandinu lauk arkaði Jón Gauti inn með titilinn! Já hann er missterkur aðskilnaðarkvíðinn (tekið skal fram að þetta var jú allt gert í góðu glensi og bróðerni með ástríku samstarfi körfuknattleiksdeilda Grindavíkur og KR).