Íslandsmeistarar Tindastóls hafa samkvæmt heimildum Körfunnar samið við miðherjann Adomas Drungilas um að leika með liðinu næstu tvö tímabil.
Adomas kom til Tindastóls fyrir nýafstaðið tímabil, en á því skilaði hann 12 stigum, 6 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik. Þetta var þó annað tímabilið sem hann lék á Íslandi, en áður hafði hann orðið Íslandsmeistari með Þór árið 2021.