spot_img
HomeFréttirAðeins einn samningur í boði hjá UMFN!

Aðeins einn samningur í boði hjá UMFN!

 Í kvöld var haldin félagsfundur hjá KKDN UMFN. Fundurinn var haldin að frumkvæði nýrrar stjórnar sem hefur tekið við taumunum. Farið var yfir stöðu félagsins og markmið hennar á næstu árum. Ásamt því uppljóstruðu þjálfarar áformum sínum með liðin á næsta tímabili og framtíðina.
 Á fundinum kom í ljóst að skuldastaða deildarinnar er í stórum mínus eða um 13 milljónir. Það gaf því augaleið að sparnaðarleiðir voru óumflýjanlegar. Stjórnin telur hinsvegar að þessi staða geti snúist í andhverfu sína og í jákvæða átt. Næstu ár verður byggt á ungum og uppöldum leikmönnum og þess má geta að meðal aldur karlaliðsins næsta tímabil verður um 19 ár. "Nú fá ungir leikmenn að sýna sig og sanna og markmiðið er að búa til atvinnumenn í körfubolta hjá UMFN." sagði Jón Júlíus Árnason formaður deildarinnar.  Aðspurður um ef reyndir Njarðvíkingar myndu vilja koma tilbaka fyrir kannski smá summu hafði Jón þetta að segja " Nú er bara til einn samningur hjá okkur og í honum eru engar peninga greiðslur. En hinsvegar ætlum við að bjóða uppá topp þjálfunaraðstöðu, topp þjálfara og eina bestu aðstöðu á landinu til þess að vaxa og verða betri leikmaður."
 
Jón sagðist einnig finna fyrir miklum jákvæðistón í bæjarfélaginu með þessa stefnu og kvaðst ekki hræðast það að þótt liðið yrði ekki í toppbaráttunni á næsta tímabili því unnið væri eftir 5 ára plani.
 
Á karfan TV mun birtast myndband þar sem Friðrik Ragnarsson annar úr þjálfarateymi Njarðvíkinga var spurður út í næsta tímabil og þessa nýju stefnu hjá körfuknattleiksdeild UMFN.
Fréttir
- Auglýsing -